top of page

Undirlag fyrir reiðhallargólf

Vörulýsing:

Sérhannað undirlag fyrir reiðhallargólf unnið úr endurunnu plasti.  Einingum er smelt saman á auðveldan hátt. Eykur stöðugleika reiðhallargólfsins og skapar jafnt undirlag áður en laust gólfefni er lagt á.

  • Litur: Svartur

  • Mál: 115,5cm x 59 cm.

  • Hver eining er 0,68 m2. 100 einingar þekja 68 m2.

Annað:

Reiðhallarundirlagið er lagt yfir ca 25 cm malarlag sem hleypir vatni í gegn. Þar á eftir er fyllt upp með fínni möl eða kvarsi 2-8 mm. Yfirborð reiðhallargólfsins kemur ofan á það lag, hvort sem um er að ræða sand, blandað efni, Furuflís eða annað sambærilegt.  Efsta lagið þarf að vera 12-15  cm þykkt. 

reidholl-motta-1_edited.png
Elastic paving stone-5_edited.png
bottom of page