top of page

Tæknilýsingar fyrir gúmmímottur

Hvernig á að undirbúa undirlag

 

Gólfið sem þarf að leggja motturnar á að vera slétt og fast undirlag, annað hvort á að leggja á steypt eða hellulagt undirlag.

 

Hvernig á að skera motturnar.

  • Notið beittan dúka/teppahníf eða stingsög með tenntu sagarblað sem nota má á timbur eða gúmmí.

  • Hafið skurðarblaðið vel smurt

  • Dragið efstu mottuna sem á að skera aðeins út fyrir staflann

  • Beygið mottuna lítillega þegar skorið er

  • Hægt er að skera eftir réttskeið eða hafa spýtu til að fylgja við skurðinn

Afskurð og afganga er hægt að nota hugvitsamlega þannig að ekkert fari til spillis.

BELMONDO-installation.jpg
Graph.png

Gúmmímottur minnka þörf fyrir spæni og minnka vinnu við mokstur. Rannsókn frá hestafræðideild Nurtingen-Geislingen Háskólans í Þýskalandi, um notkun og magn spænis í stíum sem eplað var úr daglega, sýna fram á minnkaða spónanotkun í stíum sem hafa gúmmímottur sem undirlag samanborið við spónastíur án undirlags. Rannsóknin sýndi að í safnstíum sem hafa 8-10 cm spónalag án gúmmíundirlags krefjast 28% meiri vinnu við að halda stíum hreinum og þurrum en að hafa c.a. 3 cm gúmmíundirlag og ca 1 cm spónalag. Gúmmímottur eru mjúkar (eins og safnstían) og hitaeinangrandi. Þess vegna eru spænir einungis nauðsynlegir til að halda að halda stíunni þurri. Rannsóknin sýndi fram á að á veturna er hægt að minnka vinnu við hverja safnstíu um 28% eða úr rúmlega 4 klst. a mánuði í c.a. 3 klst með gúmmígólfi. Vinnusparnaðurinn er minni á veturna eða um 13%. Ávinningurinn er meiri tími fyrir hestinn – minni tími fyrir útmokstur.

 

Loftgæði og hreinlæti


Rannsóknin sýndi einnig fram á bætt loftgæði og hreinlæti í hesthúsum með gúmmíundirlagi. Stíurnar og hesthúsin voru þurrarri þegar á allt var litið

  • Ammoníak var undir ásættanlegra marka bæði í safnstíum og á gúmmíundirlagi

  • Mengandi loftagnir í hesthúsum voru 150 sinnum lægri en leyfilegt magn bæði í safnstíum og á gúmmíundirlagi

  • Bakteríur á borð við myglusvepp og enterobakteríur fundust í minna mæli í stíum með gúmmíundirlagi

Sparað í spónakaupum

 

Rannsóknin sýndi einnig fram á að hægt er minnka spónakaup um 30% sé notað gúmmíundirlag.
Hver 25 kg spónabaggi kostar um 2.000 ISK. Ef miðað er við að hann dugi í eina viku, þá er árlegur rekstrarkostnaður 98.280 kr. Sparnaðurinn er því u,þ.b. 29.500 krónur á ári.

 

Hestvæn stía
Úti í náttúrunni velja hestar sér þurra legustaði umfram mjúka en einangrun og stöðugleiki skiptir þá líka máli við val á legustað. Rannsóknin sýndi fram á að hestar liggja marktækt lengur á gúmmímottum með spóna yfirlagi en í safnstíum.

bottom of page