top of page
rubber floor screed-2_edited.png
dropar_edited.png

Gúmmíefni á gólf

Vörulýsing:

Endurunnið gúmmíkurl blandað saman við byndiefni og latex, efnið er blandað á staðnum, smurt á með glatta og rúllað yfir með sérstakri gaddrúllu. Gólf verður stamt og hljóðvist í hesthúsum batnar.  Tekur 24 klst. að þorna eftir að efni hefur verið smurt á. Tilvalið á fóðurganga, í hestakerrur, á járningsvæði og á baðaðstöðu í hesthúsum.   Einnig notað á dýralæknastofum, í fjósum og í mjaltarbásum

  • Litur: Svart

  • Efni: Gúmmíkurl, náttúrulegt gúmmí, latex og bindiefni

  • Eining:  50kg. sem duga á ca 3 m2 miðað við 15 mm þykkt.

Annað:

 

Gúmmíkurlið og þau efni sem notuð eru í blönduna sem smurt er á gólfið eru öll náttúruleg og án allra leysiefna.  Þykkt gúmmíefnis á gólfi þar sem hestar eru verður að  vera 12-20mm allt eftir hversu mikið álag er á gólfinu. Hægt að leggja á tré og steypu.  Undirlag verður að vera hreint og laust við öll óhreynindi og fitu. Oft þarf að slípa steinsteift gólf til að fá góða viðloðun.   

bottom of page